Categories
Reports

Nýting minkafitu – Urðarköttur / Utilising minkfat – Urðarköttur

Author(s):

Sophie Jensen, Sæmundur Elíasson, Magnús Gíslasson, Hrund Ólafsdóttir, Ragnar Jóhannsson

Funded by:

Tækniþróunarsjóður

Contact

Sophie Jensen

Project Manager

sophie.jensen@matis.is

Nýting minkafitu – Urðarköttur / Utilising minkfat – Urðarköttur

Árlega falla til um 30-40 tonn af minkafitu við skinnverkun á Íslandi. Hingað til hefur fitan ekki verið nýtt en verið urðuð ásamt skrokkum dýranna með tilheyrandi kostnaði og umhverfisáhrifum. Til þess að gera íslenska minkarækt samkeppnishæfari og umhverfisvænni er mikilvægt að auka heildarnýtingu með því að nýta fituna og gera hana að eftirsóttri söluvöru rétt eins og skinnin. Meginhugmynd verkefnisins var að þróa vörulínu fyrir hesta og hestamenn þar sem uppistaðan er minkaolía unnin úr minkafitu frá íslenskum minnkabúum. Áhersla var lögð á þróun smyrsla úr minkaolíu og íslenskum lækningajurtum til meðhöndlunar á múkki en ætlunin er að framleiða sápur til þvotta á hestum og leðurfeiti fyrir reiðtygi og leðurfatnað. Upplýsingum um vinnslu á minkafitu og lækningajurtum í smyrsl og aðrar sambærilegar vörur, íblöndun, pökkun og geymslu var safnað. Öryggismat fór fram samkvæmt I. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 til þess að tryggja öryggi vörunnar. Einnig var unnið að gerð gæðahandbókar samkvæmt ÍST EN ISO 22716:2007. Hreinsunarferli var þróað og bætt til þess að auka gæði og endingartíma minkaolíunnar. Niðurstöður verkefnisins eru heildarvinnsluferill fyrir hreinsun á minkaolíu, upplýsingar um gæði og fitusýrusamsetning olíunnar, upplýsingar um plöntuútdrátt og grundvallarleiðbeiningar í smyrslagerð. Auk þess hefur verið lagt mat á öryggi vörunnar með mælingum á óæskilegum efnum ásamt samantekt á tilheyrandi öryggisskjölum eins og öryggisblöðum, vörulýsingaskrám og öryggisskýrslu. Einnig liggja fyrir drög að gæðahandbók Urðarkattar sem gerir framleiðanda kleift að framleiða vöru með fyrirfram skilgreindum eiginleikum ásamt tryggðum gæðum og stöðugleika vöru að hverju sinni.

Annually about 30-40 tons of mink fat is discarded in Iceland during mink skin harvesting. So far the fat has not been utilised properly, but the fat has been buried with the carcasses of the animals along with the associated costs and environmental impact. In order to make Icelandic mink farming more competitive and environmentally friendly it is important to increase the overall utilisation by refining and processing the mink fat and turn it into an attractive commodity, just like the skin. The main idea of the project was to develop a product line for horses and riders where the main ingredient is mink oil derived from mink fat from Icelandic mink farms. The focus was on developing ointments based on mink oil and local herbs to treat pastern dermatitis in horses but the intention is to produce soap for washing horses as well as products for leather treatment, e.g. saddlery and leather clothing. This report summarises the considerable amounts of data obtained regarding the processing of mink fat and medicinal herbs in ointments and similar products as well as additives, packaging and storage conditions. A safety evaluation was conducted in accordance with Annex I of Regulation (EC) no. 1223/2009 to ensure product safety. In this project work was performed to draft a quality manual according to ISO 22716:2007. A rendering process was developed and optimised to enhance the quality and shelf life of the mink oil. Results of the project was an overall production process for refining of mink oil and information on the quality and fatty acid composition of the oil, as well as information on plant extracts and basic guidelines in making ointments with medicinal herbs. In addition, product safety has been evaluated with measurements of undesirable substances and a summary of relevant safety documents, such as safety data sheets, product data records and a safety report. A framework for a quality manual in GMP (Good Manufacturing Procedures) for cosmetics has been established for Urðarköttur ehf., which enables the production of a product with well characterised properties and to ensure that the quality and stability of the product is the same at all times.

Skýrsla lokuð til 01.07.2017

See full report