Categories
Reports

Vor í lofti

Author(s):

Lilja Magnúsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Gunnþórunn Einarsdóttir, Þóra Valsdóttir, Arnljótur Bjarki Bergsson.

Funded by:

Rannsókna- og Nýsköpunarsjóður Vestur-Barðastrandarsýslu, Vöruþróunarsetur sjávarútvegsins

Contact

Óli Þór Hilmarsson

Project Manager

oli.th.hilmarsson@matis.is

Vor í lofti

Verkefnið Vor í lofti var styrkt af Vöruþróunarsetri sjávarútvegsins og Rannsóknar- og Nýsköpunarsjóði Vestur-Barðastrandarsýslu. Verkefnið var unnið á sunnanverðum Vestfjörðum með þátttöku átta aðila, þar af voru þrír aðilar sem ætluðu sér í fullvinnslu sjávarafurða. Mikill tími fór í að aðstoða þátttakendur við að sækja um vinnsluleyfi og aðstoða við útbúnað á vinnslustað svo umsókn um leyfi væri tekin gild. Ráðgjöf Matís til þátttakenda kom sér mjög vel og skilaði þeim áleiðis að settum markmiðum hvers og eins. Brýn þörf er fyrir áframhaldandi aðstoð við uppsetningu á vinnslu matvæla í smáum stíl á sunnanverðum Vestfjörðum þar sem mjög fáir aðilar hafa enn sem komið er fengið leyfi til fullvinnslu matvæla á svæðinu en markaður er óðum að skapast með auknum ferðamannastraumi til svæðisins auk heimamarkaðar.

See full report