Categories
Reports

Hollefni í íslensku og innfluttu grænmeti

Author(s):

Ólafur Reykdal, Brynja Einarsdóttir

Contact

Ólafur Reykdal

Project Manager

olafur.reykdal@matis.is

Hollefni í íslensku og innfluttu grænmeti

Markmiðið með verkefninu var að leggja fram gögn um hollefni í íslensku grænmeti og bera þau saman við niðurstöður fyrir innflutt grænmeti. Með hollefnum er átt við vítamín og andoxunarefni. Tekin voru sýni af 13 tegundum grænmetis, samtals 88 sýni. Gerðar voru mælingar á víta-mínunum A-vítamíni, E-vítamíni og fólati. Af andoxunarefnum voru mæld fjölfelól ásamt ORAC- og NPPH-andoxunarvirkni. Í sumum tilfellum var meira af vítamínum í íslensku grænmeti en innfluttu og má nefna sem dæmi A-vítamín og fólat í tómötum. Mikið fólat í blómkáli og rófum vekur athygli. Andoxunarvirkni kom fram fyrir allar grænmetistegundir. Talsverð andoxunarvirkni kom fram fyrir sveppi en í þeim voru A- og E-vítamín ekki mælanleg. Þetta sýnir að fleiri efni en þessi vítamín skipta máli fyrir andoxunarvirknina og má vera að einhver mikilvæg efni séu enn óþekkt. Jafnframt voru gerðar mælingar á trefjum, próteini og fitu. Þessar niðurstöður auðvelda næringargildismerkingar. 

See full report
Categories
Reports

Efling grænmetisræktar á Íslandi / Increased opportunities in Icelandic vegetable production

Author(s):

Guðjón Þorkelsson, Anna Lára Sigurðardóttir, Vigfús Ásbjörnsson, Sandra Rún Jóhannesdóttir, Gunnþórunn Einarsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir, Valgerður Lilja Jónsdóttir

Funded by:

Atvinnusköpun í sjávarbyggðum

Contact

Guðjón Þorkelsson

Strategic Researcher

gudjon.thorkelsson@matis.is

Efling grænmetisræktar á Íslandi / Increased opportunities in Icelandic vegetable production

Tilgangur þessa verkefnis var að koma augum á tækifæri í innlendri ræktun grænmetis á kostnað þess grænmetis sem innflutt er. Rannsakaðar voru aðstæður grænmetisræktenda á Íslandi og dregið upp á yfirborðið það umhverfi sem þeir búa við. Forkönnun var gerð á mögulegri kortlagningu svæða á Íslandi og leitað var eftir mögulegum upplýsingum sem til væru fyrir slíka kortagerð. Mikið af nothæfum upplýsingum fundust sem eru í eigu aðila sem vilja láta þær af hendi ef út í slíka kortagerð yrði fari Í framtíðinni. Viðamikil rannsókn var gerð á skólamötuneyti og mat sem þar er á borðum. Sú rannsókn var gerð með þeim tilgangi að koma auga á og skapa tækifæri fyrir grænmetisframleiðendur til að auka við sína framleiðslu og fullvinnslu grænmetis fyrir nýjan markhóp sem yrðu skólamötuneyti framtíðarinnar þar sem innlend framleiðsla fengi meira rými.

The purpose of this project was to discover opportunities in local production of vegetables on the cost of imported products in the same industry. The conditions for local producers in Iceland was analysed and the environment around them brought to the surface. An analyses where taken on the possibilities on producing maps for Icelandic vegetable producers where different growing conditions for vegetable production would be brought into one map for the producers to have to see different condition for different vegetable in different areas in Iceland. It was discovered that lot of data is available for such a map which will be available if a production of such a map will take place. A big research was performed on a school canteen with the purpose of discovering opportunities for local producers for entering into this type of market segment in Iceland where the local produced vegetables would get more space.

See full report
Categories
Reports

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Author(s):

Ásbjörn Jónsson, Jón Árnason, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Sjöfn Sigurgísladóttir

Funded by:

Starfsmenntasjóður félags‐ og tryggingamálaráðuneytisins

Contact

Jón Árnason

Project Manager

jon.arnason@matis.is

Nýting hráefna úr jurta‐ og dýraríkinu í fiskafóður

Fóðurkostnaður í fiskeldi er almennt um 50‐70% af rekstrarkostnaði og er mikill hluti af hráefni í fóður innfluttur. Tilgangur þessarar skýrslu er að taka saman upplýsingar um möguleika á að nýta í fiskeldisfóður innlent hráefni sem fellur til í landbúnaði og sjávarútvegi. Horft er til þess að hráefnin nýtist almennt til fiskeldis og er samantektin ekki bundin við einstakar tegundir. Mögulegt er að nota aukaafurðir frá sjávarútvegi sem fóður í fiskeldi  en hliðarafurðir úr jurtaríkinu þarf helst að meðhöndla til að lækka/eyða háu hlutfalli trefja og hækka próteininnihald. Hugsanlega má nota hliðarafurðir úr jurtaríkinu sem æti fyrir hryggleysingja, bakteríur og sveppi og framleiða þannig próteinríka afurð sem hentar í  fiskafóður.

Feed cost in aquaculture is about 50‐70% of the total cost, and most of the feed is imported. The aim of this report is to gather information about utilizing by‐ products from agriculture and fishing industry as a feed in aquaculture.   By‐products from the fishing industry can be used as feed in aquaculture but it is necessary to lower the level of fibre and increase protein in by‐ products from agriculture. This can possibly be done by using the by‐ products as feed for invertebrates, bacteria and mushrooms and produce protein rich feed for aquaculture.

See full report